Tuesday, January 02, 2007

úps... er ég ekkert búinn að blogga????

ÆJi fyrirgefið mér ástrirnar mínar, þetta gengur náttúrukega ekki.
Er bara búinn að vera aðeins of upptekinn af allskonar glaumi og gleði.
Dansa, spila, vinna, syngja, verða ástfanginn, dansa meira, innrétta stúdíóið og leika mér í því á fullu.
Satt best að segja finnst mér eins og að það hafi verið í gær sem ég flutti hérna inn í shangri la vesturbæjarins. en það eru víst komnir 4 mánuðir síðan.
Þetta gleður mig óneitanlega því ég bind miklar vonir við að næstu 6 mánuðir muni líða jafn hratt því og áður en ég viti af þá muni vera komin júlí og ég verð á hróarskeldu að dansa við ingu maríu.
Er ekki alveg að ná að sætta mig við þessa 6 mánaða bið.
En það þíðir ekki að væla ( er búinn að gera nóg af því) og nú er bara málið að hafa nóg fyrir stafni og dreifa huganum frá ástarsorginni.
ætla mér að láta gamlan draum rætast og fara í kramhúsið að æfa einhverskonar dans og verða flottastur áður en við höldum fyrstu seratonin tónleikana.
Þá þíðir ekkert annað en að vera með sporin á hreinu því ég er víst "frontmaður" fyrir það projekt og ekki vill ég valda spenntum aðdáendum vonbrigðum.
Fyrir þá sem ekki vita hvað "seratonin" er þá er það semsagt dansprojektið sem ég, Egill, raggi og míó erum með í gangi og er því ætlað að flytja auðmelta( en þó flotta) eðal danstónlist ásamt því að predika boðskap friðar, ástar og hins almáttuga dans, og þá þíðir náttúrulega ekkert nema að frontmaðurinn sé með taktana á hreinu.
jæja , verð að hætta, það er æfing hjá hinni hljómsveitinni eftir hálftíma og ég þarf að græja og gera.

Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar, ég elska ykkur öll ferlega mikið og vona að þið séuð hamingjusöm og bjartsýn með nýja árið.

Monday, August 28, 2006

Loksins á ég heima......

Viðimelur.... fyrirheitna landið sem ég sé glitta í ,í gegnum hillingarnar handan við helgina.
Brátt mun ég aftur eignast heimili á þessari jörð sem ég get með réttu kallað mitt. Orðið annsi langt síðan mér hefur síðast fundist ég eiga heima einhversstaðar. Þrátt fyrir að vistinn hafi verið ljúf á hamravík 2 þá var hún eiginlega akkurat það, vist, en ekki heimili. Sama get ég sagt um bifröstina, ágætis vist (grútleiðinleg og þurr á stundum) en þó ágætis vist.
En maðurinn lifir ekki á vistinni einni saman og ég er orðinn annsi langeygður eftir hýbílum sem ég get réttilega kallað mín eigin og nú er sú bið loksins nánast á enda.
Ekki finnst mér verra að með íbúðinni fylgir (gegn vægu gjaldi) hinn fínasti skúr sem verður að sjálfsögðu nýttur í fyrsta flokks upptökuaðstöðu og leikjahorn par excelance.
Þar verður margt brallað á komandi mánuðum og er það vel.
Ekki er tilhlökkunninn minni eftir að verða með mitt eigið kingsize rúm og þar verður líka margt gott og skemmtilegt brallað á komandi mánuðum og eru allir biðlistar í óðaönn við að fyllast.
Já það verður að segjast að framtíðinn er að stefna í allsherjar gleðiorgíu og hópreið á hamingjuhestinum.
ÞVílík hamingja sem fulgir því að vita að bráðum verða græjurnar mínar, tannburstinn og fötin á SAMA STAÐ!!!! Þvílíkt og annað eins hefur ekki gerst í rúma 6 mánuði eða svo.
Og ekki skemmir fyrir þessi líka fríði flokkur af fínum og flottum nágrönnum, Inga maría ofurskvísa og Eysi snillingur í næstu götu við, Tinna mín ættleidda litla systir og sálufélagi þar rétt hjá, Guðbjörg sykurpúði í víðimel 18(minnir mig) og Einar hárprúði á fálkagötunni sem er þarna einhverstaðar í kring. Ekki verra að vita af þessum eðalsálum á vappi í nágreninu.
Ég er semsagt loksins búinn að finna mitt persónulega shangri la og af öllum stöðum þá var það í vesturbænum. ÞArmeð sannaðist hið nýkveðna " vestur er bestur en víðimelur er betri"

Wednesday, August 09, 2006

hvað rímar á móti hræsni???

Ég er sífellu að grípa sjálfan mig við að gefa öðru fólki ráð sem ég hunsa sjálfur. Benda þeim á lexíur sem ég hef lært og gleymt, viðvaranir sem ég sjálfur hef hunsað.
Þessa síendurtekna upplifun mín minnir mig alltaf á þá staðreynd að það er svolítill munur á því að vita og gera. Sumir gera og vita ekki endilega afhverju. Aðrir gera ekki en vita.

Those who can, do, those who cant, teach. etc etc etc....

Við þekkjum öll klisjuna og samt virðumst við öll gleyma henni jafnauðveldlega og við gleymum hinum sannleiksmolunum sem misstu sitt gildi við það að verða að síendurteknum klisjum.
Þetta kemur jafnt fyrir grundvallarsannleika mannlegrar tilvistar og þetta kemur fyrir hnittnar hollywoodlínur, sumir hlutir missa gildi sitt við að vera endurteknir.

ÞAð, sem á skilið að vera hvíslað í eyru þeirra sem eru tilbúnir til að læra það, er verið að öskra í eyru áhugalausra sem vilja ekki taka við því.

Getur verið að við séum að eyðileggja marga bestu sannleiksmolana sem við eigum með því að hnoðast svona á þeim??

Thursday, July 20, 2006

Brúa baar

Jæja þá hefur ákvörðunn verið endanlega tekinn og opinberuð, Ég ætla ekki í skólann í vetur.
OG satt best að segja er ég einstaklega ánægður með þesssa ákvörðun.
Ég veit ekki hvað það var sem endanlega sannfærði mig um ágæti þessarar stefnu en mig grunar þó að það hafi verið tilhugsuninn um að þurfa að éta einhver andskotans ólyfjan bara til þess að bæla heilan á mér nógu mikið niður til þess að tolla fyrir framan bækurnar og ná kannski einhverjum prófum. Það er nefnilega sorgleg staðreynd að ég get ekki setið fyrir framan skólabækurnar og unnið eins og maður án aðstoðar þessara lyfja.
Ekki misskilja mig og halda að námið sé mér ofviða án hjálpar löglega dópbransans en málið er einfaldlega það að þegar ég les áhugavert efni (sem myndi vera nánast allt sem ég les) þá kvikna ávallt nýjar og áhugaverðar hugmyndir í mínu ofvirka heilabúi og ég á vægast sagt mjög erfitt með að halda áfram að lesa námsbækurnar á meðan stormurinn er ennþá í gangi í heilahúsinu mínu.
Hér áður fyrr hefði ég álitið þetta mikinn galla og fötlunn en nú er ég ekki svo viss um að svo sé.
í dag hef ég ákveðið að frekar en að berjast á móti þessari ofvirku sköpunar og pælingaþörf og reyna að bæla hana niður til þess að ég passi inn í þetta blessaða kassalaga kerfi okkar , þá ætla ég að koma mér í stöðu þar sem þessi "fötlun" er blessun og náðargjöf en ekki bölvun.
Ég hef nefnilega þjáðst af mikilli minnimáttarkennd alla mína ævi og innst inni hef ég alltaf trúað því að allir aðrir í heiminum væru með hlutina á hreinu á meðan ég væri bara vitleysingur með of mikið hugmyndaflug sem væri mér bara til trafala, en ekki lengur.
Það rann loksins upp fyrir mér að ÉG er sá eini sem veit hvað er sniðugast fyrir MIG að gera í lífinu. Og mitt nýja markmið í lífinu er að hætta að rembast við að vera einhvað sem ég er einfaldlega ekki og reyna bara að vera ÉG, eins vel og ég mögulega get.
ÞAð er í raun og veru það skynsamlegast sem ég get gert í stöðunni.
Og það er nóg af skemmtilegum verkefnum framundann, áframhaldandi upptökur og æfingar með hljómsveitunum og svo mikið tónleikahald í vetur og satt best að segja er tilhlökkuninn að drepa mig. Ásamt því þá er ég að hóa saman góðum hópi af fólki sem hefur áhuga og skoðanir á þjóðfélags og heimsmálum og er ætluninn að láta til sín taka á þeim vettfangi í vetur, ýmist með tónleikahaldi og gjörningum og uppákomum af ýmsu tagi.
Voninn er sú að vekja æsku landsins upp úr þeim pólitíska doða sem virðist einkenna síðari kynslóðir af homo islandicus.
Ég hef orðið var það að allmargir ungir íslendingar eru í sömu stöðu og ég í sambandi við það að viðerum alls ekki sátt við stöðu mála í ýmsum geirum samfélagsins og við viljum leggja okkar á vogaskálarnar til þess að breyta ástandinu en við höfum minni en engann áhuga á því að taka þátt í þessum afætuaulabárðablóðsjúgandifaríseasértrúarsöfnuðum sem kallast stjórnmálaflokkar í þessu blessaða bananalýðveldi sem við búum í.
Nú þegar eru uppi pl´ön um allskonar nýstárlega mótmælastarfsemi og hin ýmsu grænu "hryðjuverk" sem eru til þess ætluð að hrissta aðeins upp í vitund landans.
Ekki hafa samt neinar áhyggjur af því að við ætlum að stunda neina glæpastarfsemi eða vandalisma heldur er ætluninn að allir okkar gjörningar verði byggðir á húmor og lífsgleði og ættu allir að hafa gamann af þeim nema kannski þeir álánsömu menn sem húmorinn beinist að.
Og verði þeim að góðu.
Jæja byltinginn lætur ekki bíða eftir sér og ég á stefnumót við skemmtilega stelpu sem ég ætla mér ekki að svíkja þannig að ég læt þetta gott vera í bili.

Thursday, July 06, 2006

Taktu til við að tvista teygja búkinn og.....

Arg það eru komar 2 vikur síðan ég fór síðast á dansgólfið!!!!! Er að drepast úr uppsafnaðari dansþörf og hef látið mér duga að hrissta mig hressilega á hljómsveitaræfingum en það er bara ekki nóg. Ég ÞARF að dansa vel og mikið að minnsta kosti einu sinni í viku ef ekki oftar og það er einfaldlega ekki nóg að gera þetta einn heima í stofu. Dans er hópíþrótt og ég er einstaklega glaður yfir því að danshópurinn minn er loksins að koma heim af skeldunni er við hróa er kennd.
Á meira að segja einstaklega erfitt með að vélrita þetta því að ég er með Felix the housecat í græjunum í þessum skrifuðu orðum og allur líkaminn er að berjast við að hreyfa sig í takt, so excuse the typos.
En á morgunn er föstudagur og ég hugsa að ég smelli mér í bæinn á einhvað sveitt dansgólf og fái mína vikulegu útrás og vel það.
Ég hef aldrei verið mjög hrifin af neinskonar fanatík en ég held að dansáráttann mín sé að nálgast það að verða fanatísk og jafnvel árráttukennd en ég held að það sé bara hið besta mál.
Enda er stefnann tekinn á hátind íslenska danstónlistarheimsins og jafnvel víðar.
í gær var akkurat fyrsta hljómsveitaræfinginn með fullmannaðri sveit þarsem ég og Raggi snilli erum loksins komnir á sömu vaktir og er það vel.
Það er skemmst frá að segja að stemmninginn var rafmögnuð og tónlistinn taktföst og ægifögur.
Verð að segja að ég hef tröllatrú á þessu verkefni og ætla að leyfa mér að fullyrða að við munum gerbreyta íslenskri tónlistarsögu á næstu misserum.
Sigurrós hvað...????

En jæja nóg komið af sjálfshóli og bjartsýnis yfirlýsingum, ætla að halda áfram að vinna og telja niður mínúturnar þangað til að ég get hrisst á mér betri fótinn á ný.

Bæjó

Thursday, June 22, 2006

Já ég er þveröfug

Vá hvað þetta getur verið stórkostlegt alltsaman.
Er alltaf að komast meira og meira í samband við mína innri lesbíu og er að það vel.
Kann hvort sem er betur við konur heldur en karlmenn svona á heildina litið.
Útlit, lykt, hugsun,bragð, sjónarmið.... fuck þær fá meira segja raðfullnægingar!!!! fullnægingAR!!! FLEIRTÖLU!!!
Og sem karlmaður sé ég það ekki bara sem ánægju mína heldur einnig sem hreina og beina líftryggingu að veita þeim þær.
Því mér er það löngu orðið ljóst að konur eiga eftir að erfa heiminn og við hinir fáu karlmenn sem vorum og erum nógu séðir til þess að koma okkur í mjúkinn hjá þeim munum vonandi fá að eyða elliárunum okkar umvafnir fyrrnefndum konum.
Og ég get ýmindað mér verri örlög en þau, eins og tildæmis það sem steingerfingarnir í stjórnum heimsins eru að brugga handa okkur.
Og vá.... þvílík tilviljun..... Það eru nánast alfarið karlmenn.
Stríðsmenn,
hermenn,
stórnmálamenn,
athafnamenn
Viðskiptamenn...........


You get the point.... og ég var sjálfur eiginlega bara rétt í þessum töluðum orðum
að virkilega átta mig á því hversu mikið kynbræður mínir hafa klúðrað heiminum fyrir okkur öllum. ÉG sá vægast sagt mjög athyglisverða heimildarmynd um daginn sem sýndi enn og aftur fram á þennann einkennilega tendans MANNskepnunar til þess að ríða heiminum í rassgatið þegar enginn sér til. Og stundum líður mér einsog eina manninum í heiminum sem er orðið illt í rassinum.
En anyways, aftur að þessari blessuðu heimildarmynd, í henni kemur ýmislegt sniðugt fyrir eins og tildæmis sú staðreynd að við áttum góðan séns á því að koma á kerfi sem hefði séð okkur, mannfólkinu eins og það leggur sig, fyrir ótakmarkaðri ókeypis raforku. Allstaðar endalaust rafmagn með svo littlum tilkostnaði og fyrihöfn að ég átti erfitt með fara ekki að gráta.
Nicolai Tesla hét snillingurinn sem gerði þessa uppgötvun en hann var þá þegar búinn að þróa ÞRÁÐLAUST RAFMAGN!!! árið 1912!!!!
En því miður sá enginn fram á að græða neina peninga á þessari uppgötvun og var hún jörðuð á mettíma.
klassísk karlkyns kapitalista svín að verki þar og er svo sem ekki mikið við því að segja. Frekar erfitt að vera sár útí hákarlinn fyrir að bíta þig enda er það í eðli hákarla að éta allt sem að kjafti kemst og eiga þeir það sameiginlegt með fyrrnefndu karlkyns kapitalista svín. Græðgi minnir mig að sé orðið yfir þetta.

Ég stend í þeirri trú um að konur séu betri en þetta.... ja eða vona það allavegana í ljósi þess að þær eru nú einu sinni að erfa heiminn og þætti mér vænt um að þær myndu sýna honum smá meiri virðingu heldur en þessir blessuðu kynbræður mínir hafa gert í gegnum tíðina.

ÞAnnig að lokum vill ég einfaldlega beina þeim orðum til þeirra örfáu karlmanna sem gætu jafnvel villst inn á bloggið mitt, að koma nú vel fram við vinkonur ykkar og dætur og systur og mæður og allar hinar stelpurnar sem þið gætuð lent í því að hafa bein eða óbein(women talk guys) samskipti við, því lífslíkur ykkar munu aukast til muna og jafnvel sénsarnir líka en ég efast þó um það því konur elska nú einu sinni fátt jafn mikið og skíthæla sem koma illa fram við þær.

Wednesday, June 21, 2006

That damn kid is playing on the escalator again!!!!

Jæja allt á floti allstaðar og allir blautir.
Eða allaveganna ég þarsem ég hef verið ótæpilega duglegur í djamminu upp á síðkastið og get ég me´r til um að ég hafi svitnað að minnsta kosti hálfri líkamsþyngd minni á dansgólfum bæjarins það sem af er þessu sumri. Og gott ef við tókum ekki smá dansspor á horninu hjá prikinu á 17 júni þarsem röðin varof löng og tónlistinn lak hvort sem er út á götu. Merkilegt nokk þá vakti þessi littli dans mikla furðu hjá biðröðinni og jafnvel hneykslan ef einhvað var að marka svipbrigðin á liðinu.
En ég hef nú alltaf haldið í þá philisóphiu að partýið er inni í hausnum á mér en ekki endilega inni á skemmtistöðunum enda virðist ég geta skemmt mér nánast hvar sem er (nema Geirmundur Valtýrs eða Í svörtum fötum komi nálægt partýinu).

Annars er það að frétta að ég og Egill félagi erum sveittir yfir því að setja saman demo fyrir Airwaves hátíðina og ætlum við okkur að slá algjörlega í gegn og endurvekja gamalkunna rave fílinginn sem tröllreið landinu þegar ég var of ungur til að fá að vera með. kannski þessvegna sem ég er svo spenntur fyrir þessu, kominn tími til að bæta uppfyrir öll Rave-inn sem ég missti af á árunum 93-96.
Kannski gæti tímasetninginn ekki verið betri þarsem ég rakst á einhverja tískulögguna í blaðinu um daginn að tjá sig um það að 90´s væri á leiðinni aftur inn (allaveganna tónlistinn)
Get ekki sagt að mig hafi dreymt um að vera forsprakki fyrir því að endurvekja 20 áratuginn en eins og skáldið sagði "beggars cant be choosers".

En ætluninn er að skapa sveitta, titrandi og kynferðislega stemningu í landanum og minna hann jafnframt á það að enginn líkamsrækt né æfing jafnast á við það að dansa eins og berserkur í 5 tíma og fara svo heim og gera dodo í 2 í viðbót. Læknar eru allir sammála um að fátt ef nokkuð er jafngóð æfing fyrir vöðva, hjarta, æðakerfi og andlega heilsu eins og góður skammtur af dansi og kynlífi.
Og á þeim nótunum þá er ég rokinn í að gera allaveganna eitt af þessu ef ekki bæði.